Abies recurvata | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Abies recurvata Mast. | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Abies recurvata er sígrænt tré í þallarætt. Hann finnst eingöngu í Kína. Abies recurvata er sérstök þintegund sem þekkist yfirleitt á því að nálarnar á toppsprota ("leaders") eru að mestmegnis aftursveigðar. Hann kemur fyrir í þurrari og kaldari svæðum norðurhluta mið-Kína í Sichuan og Gansu héruðum í 2300 til 3600 metra hæð yfir sjávarmáli, yfirleitt á vindbörðum klettum eða í djúpum árdölum.[4] Stundum kemur hann fyrir í þurrum, lágum runnum á skjóllausum fjallshlíðum. Hann vex yfirleitt með barrtrjáategundum eins og Juniperus convallium, Juniperus formosana var. mairei, Juniperus squamata var. fargesii, Juniperus tibetica, Picea asperata, og Picea wilsonii. Abies recurvata er smátt til meðalstórt tré, jafnvel að 40 metrum, yfirleitt með keilulaga krónu, og stofnþvermál að 0.8 metrum. Það er með frekar sléttan, gráan eða ryðbrúnan börk, sem fyrst flagnar af í þunnum skífum, verður svo grábrúnn og flagnar í þykkum plötum. Sprotarnir eru gráhvítir eða ljósgulir með 1.2 til 2.5 sm löngum barrnálum sem liggja lárétt á skuggagreinum, standa geislalægt út á kröftugum greinum; oft gildar og aftursveigðar, grænar til gráleitat að ofan og þéttsetnar með loftaugarásum, með tvemur grágrænum loftaugarákum að neðan. Abies recurvata er með 4 til 8 sm löngum egglaga eða sívalt-egglaga, grá- til purpura-bláum könglum; hreisturblöðkurnar eru nokkuð styttri en köngulskeljarnar, stundum með lítið eitt útstæðum endum á lokuðum könglunum.[5]