Agent Fresco

Agent Fresco
UppruniReykjavík, íslandi
Ár2008 – í dag
Stefnurpolyrytmískt oddtime rokk, djass
ÚtgáfufyrirtækiAgent Fresco
MeðlimirArnór Dan Arnarsson
Þórarinn Guðnason
Hrafnkell Örn Guðjónsson
Vignir Rafn Hilmarsson

Agent Fresco er íslensk hljómsveit sem spilar polyrythmískt oddtime-rokk með djass ívafi. Þeir tóku þátt í Músíktilraunum árið 2008 og báru sigur úr bítum, en einnig fengu hljóðfæraleikararnir verðlaun fyrir gítarleik, trommuleik og bassaleik. Á Íslensku tónlistarverðlaununum 2008 hlaut hljómsveitin verðlaun sem Bjartasta vonin. Árið 2015 fékk Ag­ent Fresco verðlaun fyr­ir plöt­una Destrier sem val­in var rokkplata árs­ins og söngv­ari sveit­ar­inn­ar, Arn­ór Dan, var út­nefnd­ur söngv­ari árs­ins í flokki popp og rokk tón­list­ar.[1]

Haustið 2016 fór Agent Fresco í tónleikaferðalag um Evrópu með sænsku hljómsveitinni Katatonia sem upphitunarband.

Hljómsveitina skipa:

  • Hrafnkell Örn Guðjónsson, trommur
  • Þórarinn Guðnason, gítar, píanó
  • Arnór Dan Arnarson, söngur
  • Vignir Rafn Hilmarsson, rafmagnskontrabassi,bassi

Fyrrverandi meðlimir:

  • Borgþór Jónsson, rafmagnskontrabassi

Útgefið efni

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Björk sig­ur­sæl á Tón­list­ar­verðlaun­un­um Mbl. Skoðað 4. maí, 2016.