Alaskavíðir | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Ástand stofns: Í lítilli hættu
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Salix alaxensis (Andersson) Coville | ||||||||||||||
Útbreiðsla Salix alaxensis'
|
Alaskavíðir eða tröllavíðir (fræðiheiti: Salix alaxensis) er hraðvaxta og hávaxinn sumargrænn runni af víðiætt með ílöng lauf sem eru græn og slétt að ofan en grá og loðin að neðan. Börkurinn er grár og sléttur. Af honum eru tvö afbrigði: alaxensis og longistylis. Hann er upprunninn í Alaska en hefur verið fluttur út, meðal annars til Íslands, vegna þess hve harðger hann er. Hann er notaður tímabundið í skjólbelti þar sem hann vex mjög hratt upp og verður um 6 til 10 m á hæð. Hann er skriðull og lágvaxinn norðarlega á útbreiðslusvæði sínu.