![]() |
Þessi grein inniheldur engar heimildir. Vinsamlegast hjálpaðu til við að bæta þessa grein með því að bæta við tilvísunum í áreiðanlegar heimildir. Efni sem ekki styðst við heimildir gæti verið fjarlægt. |
Alcan var kanadískt námafyrirtæki og álframleiðandi með höfuðstöðvar í Montreal. Fyrirtækið var stofnað sem hluti af bandaríska fyrirtækinu Pittsburgh Reduction Company (síðar Alcoa) árið 1902. Árið 2001 keypti það svissneska fyrirtækið Alusuisse og eignaðist við það Álverið í Straumsvík á Íslandi. Árið 2007 keypti ástralsk-breska námafyrirtækið Rio Tinto Alcan og endurnefndi það Rio Tinto Alcan. Dótturfyrirtækið á Íslandi heitir Rio Tinto á Íslandi.