Alexander Nehamas er prófessor í heimspeki við Princeton University. Hann fæst einkum við gríska heimspeki, fagurfræði, heimspeki Friedrichs Nietzsche, og Foucaults.
Nehamas nam við Swarthmore College og lauk þaðan námi árið 1967. Hann skrifaði doktorsritgerð um Platon undir leiðsögn Gregorys Vlastos við Princeton árið 1971. Nehamas kenndi við ýmsa háskóla í Bandaríkjunum, þ.á m. University of Pittsburgh og University of Pennsylvania áður en hann sneri aftur til Princeton árið 1990. Hann er „Edmund N. Carpenter II Class of 1943“-prófessor í hugvísindum. Nehamas er þekktur fyrir það viðhorf sitt að heimspeki eigi að vera lífsstíll.