Allium amethystinum

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Angiosperms)
Flokkur: Einkímblöðungur (Monocots)
Ættbálkur: Laukabálkur (Asparagales)
Ætt: Laukætt (Alliaceae)
Ættkvísl: Laukar (Allium)
Tegund:
A. amethystinum

Tvínefni
Allium amethystinum
Tausch
Samheiti
  • Allium rollii A.Terracc.
  • Allium segetum Jan ex Schult. & Schult.f.
  • Allium sphaerocephalon subsp. rollii (A.Terracc.) K.Richt.
  • Allium stojanovii Kov.

Allium amethystinum er tegund af laukplöntum ættuð frá Ítalíu, Grikklandi, Tyrklandi, Sikiley, Krít, Möltu, Albaníu, Búlgaríu, og fyrrum Júgóslavía, og ræktaður annarsstaðar sem skrautplanta.[1] Þetta er ein af nokkrum tegundum lauka sem garðyrkjufræðingar kalla "drumstick onions" vegna kúlulaga blómskipunar á enda langs blómstönguls, sem líkist þá trommukjuða ("drumstick").[2][3]

Allium amethystinum er með stakan lauk. Blöðin eru rörlaga og visna fyrir blómgun. Blómin eru rauð til fjólublá, með krónublöð sem varla opnast á blómgunartíma, eru vafin um egglegið og frjóþræðina svo einungis fræflarnir og frævan sjást.[4][5]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Kew World Checklist of Selected Plant Families“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. september 2012. Sótt 30. apríl 2018.
  2. Altervista, Schede di Botanica, Allium amethystinum
  3. Pacific Bulb Society, Milwaukie, Oregon USA. Drumstick onions
  4. Ignaz Friedrich Tausch. 1828. Syll. Ratlb. ii. 256.
  5. „Malta Wild Plants, Round-headed leek“. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. apríl 2014. Sótt 30. apríl 2018.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.