Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Allium amethystinum Tausch | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
|
Allium amethystinum er tegund af laukplöntum ættuð frá Ítalíu, Grikklandi, Tyrklandi, Sikiley, Krít, Möltu, Albaníu, Búlgaríu, og fyrrum Júgóslavía, og ræktaður annarsstaðar sem skrautplanta.[1] Þetta er ein af nokkrum tegundum lauka sem garðyrkjufræðingar kalla "drumstick onions" vegna kúlulaga blómskipunar á enda langs blómstönguls, sem líkist þá trommukjuða ("drumstick").[2][3]
Allium amethystinum er með stakan lauk. Blöðin eru rörlaga og visna fyrir blómgun. Blómin eru rauð til fjólublá, með krónublöð sem varla opnast á blómgunartíma, eru vafin um egglegið og frjóþræðina svo einungis fræflarnir og frævan sjást.[4][5]