Aníta Hinriksdóttir

Aníta eftir sigurhlaupið í Rieti 20. júlí 2013

Aníta Hinriksdóttir (fædd 13. janúar 1996) er íslensk frjálsíþróttakona sem keppir fyrir ÍR.

Íþróttaferill

[breyta | breyta frumkóða]

Aníta varð heims- og Evrópumeistari í 800 metra hlaupi ungmenna með aðeins sex daga millibili í júlí 2013 og bætti Norðurlandameistaratitli í safnið tæpum mánuði síðar. Hún vann 800 m hlaupið á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri í Donetsk í Úkraínu 14. júlí 2013[1], 20. júlí 2013 var hún hlutskörpust í sömu grein á Evrópumóti 19 ára og yngri í Rieti á Ítalíu[2] og 17. ágúst sigraði hún örugglega í sömu grein á Norðurlandamóti 19 ára og yngri í Espoo í Finnlandi[3]. Aníta bætti eigið Íslandsmet þegar hún hljóp 800 metra á 2:00,49 mínútum á ungmennamóti í Mannheim í Þýskalandi 30. júní 2013[4]. Þann 17.ágúst 2016 bætti hún síðan Íslandsmetið aftur á Ólympíleikunum í Ríó. Það var bæting um þrjátíu og fimm sekúndubrot og var tíminn 2:00´14.

Viðurkenningar

[breyta | breyta frumkóða]

Í kjölfar góðs árangurs á íþróttamótum hefur Aníta fengið ýmsar viðurkenningar.

Dagsetning Viðurkenning Veitt af
12. október 2013[5] Vonarstjarna evrópskra frjálsíþrótta í kvennaflokki Frjálsíþróttasamband Evrópu
2. desember 2013[6] Frjálsíþróttakona ársins og frjálsíþróttamaður ársins Frjálsíþróttasamband Íslands
18. desember 2013[7] Íþróttakona Reykjavíkur Íþróttabandalag Reykjavíkur
27. desember 2013[8] Íþróttamaður ársins Sport.is
28. desember 2013[9] Annað sæti í kjöri á íþróttamanni ársins Samtök íþróttafréttamanna
31. desember 2013[10] Maður ársins Rás 2

Fjölskylda

[breyta | breyta frumkóða]

Aníta er systurdóttir hlaupakonunnar Mörthu Ernstdóttur[11], sem keppti fyrir Ísland á sumarólympíuleikunum í Sydney 2000.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Ívar Benediktsson. „Aníta varð heimsmeistari“, mbl.is, 14. júlí 2013.
  2. Aníta Evrópumeistari“, mbl.is, 20. júlí 2013.
  3. Óskar Ófeigur Jónsson. „Aníta Heims-, Evrópu- og Norðurlandameistari á árinu 2013“, visir.is, 18. ágúst 2013.
  4. Aníta bætti Íslandsmetið í Mannheim“, mbl.is, 30. júní 2013.
  5. Aníta kjörin vonarstjarna Evrópu“, RÚV, 12. október 2013.
  6. Aníta frjálsíþróttamaður ársins“, RÚV, 2. desember 2013.
  7. Helgi og Aníta íþróttafólk Reykjavíkur“, RÚV, 18. desember 2013.
  8. Aníta Hinriksdóttir er íþróttamaður ársins hjá Sport.is árið 2013!“, Sport.is, 27. desember 2013.
  9. Gylfi Þór Sigurðsson íþróttamaður ársins 2013“, mbl.is, 28. desember 2013.
  10. Aníta maður ársins á Rás 2“, RÚV, 31. desember 2013.
  11. Brautarmet féllu í Vesturgötuhlaupinu“, Vísir, 22. júlí 2008.