Austurstrandar Hip Hop

Austurstrandar hip hop er form af hip hop tónlist sem saman stendur af jamíkanískum dancehall og töktum frá R&B, diskó, funk ásamt sál og jazz. Austurstrandar hip hop er svæðisbundin stíll af hip hop tónlist sem varð til í New York borg í Bandaríkjunum í kringum 1970[1]. Hip hop er almennt talið hafa orðið til fyrst og þróast svo á Austurströnd Bandaríkjanna. Stíllinn á Austurströndinni varð varanlega svæðisbundinn í Bandaríkjunum þegar aðrir tónlistarmenn frá öðrum fylkjum fóru að koma fram með öðruvísi stíla af hip hopi.

Stíll Austurstrandar Hip hopsins

[breyta | breyta frumkóða]

Austurstrandar hip hop er algjör andstæða við old school hip hop. Old school er með einfalt rím mynstur þá hefur austurstrandar hip hopið lagt mikla áherslu á mjög ljóðræna og mikla texta.[2] Austurstrandar hip hopið hefur einnig haft það einkenni að vera með efnismikla texta, flókinn orðaforða, geta spunnið mikið og mikið af myndhverfingum.[2] Þó að austurstrandar hip hopið hafi ekki hefðbundin stíl þá á það til að sökkva til þungra slaga.[1] Þeir sem lögðu áherslu á þungu og miklu slögin voru til dæmis EPMD og Public enemy á meðan tónlistarmenn eins og EricB. & Rakim, Boogie down Productions, Big Daddy kane og Slick Rick voru þekktir fyrir ljóðræna kunnáttu.[1] Ljóðræn þemu í gegnum sögu austurstrandar hip hop hafa verið á bilinu frá ljóðrænnar meðvitundar sem Public Enemy og A Tribe Called Quest svo voru sumir þekktir fyrir fyrir mafíu rapp, flytjendur sem voru með slíka texta voru tónlistarmenn eins og Reakwon og Kool G .[2]

Tilurð hip hops á austurströndinni

[breyta | breyta frumkóða]

Austurstrandar hip hop er stundum kallað New York rapp vegna þess að það á rætur sínar og þróun að rekja til block partía sem haldin voru í New York í kringum 1970.[2] Samkvæmt Allmusic „Í byrjun hip-hop tímabilsins var allt rapp austurstrandar rapp“.[1] Tónlistarmenn í byrjun tímabilsins voru meðal annars DJ Kool Herc, Grandmaster Flash, Afrika Bambaataa, the Sugarhill Gang, Kurtis Blow, Jam Master Jay, og Run-D.M.C., voru brautryðjendur í austurstrandar hip hopi þegar hip hopið var að þróast.[1] Þegar hip hopið fór að þróast þróuðust textarnir og ljóðrænu þemun einnig. Hópar tengdir við New York eins og De La Soul, A Tribe Called Quest, and the Jungle Brothers unnu sér einnig inn þekkingu fyrir fjölbreytileika í tónlistinni.[1]

Endurkoma Austurstrandarinnar (byrjun til loka 10. áratugarinns)

[breyta | breyta frumkóða]

Þótt Austurstrandar hip hop hafi verið allsráðandi í gegnum seinni hluta 9. áratugarins, þá komu N.W.A með lagið Straight outta compton sem að sýndi harðari hlið af Vesturstrandar hip hopi og fór að vekja athygli á því.[1] Árið 1992 kynnti plata Dr. Dre, the Cronic vesturstrandar hip hop til almennra vinsælda. Ásamt þeirri hæfni að geta haldið áfram að vera partí tónlist, varð vesturstrandar hip hopið allsráðandi í byrjun 10. áratugarins.[1] Þó að G-funk hafi verið vinsælasti stíllinn af hip hopi í byrjun 10. áratugarins var austurstrandar hip hopið enn þá óaðskiljanlegur hluti af tónlistar iðnaðinum. Nokkrir New York rapparar risu frá neðanjarðar senunni og byrjuðu að gefa út athyglisverðar plötur í byrjun og í miðjum 10. áratugnum.[3] Frumraun Nas, platan Illmatic, hefur verið sem skapandi hápunktur af austurstrandar hip hop senunni og með framleiðslu frá frægum framleiðendum í New York eins og Large Professor, Pete Rock og DJ Premier.[4] The Notorious B.I.G. varð átrúnaðargoð í austurstrandar hip hopi í gegnum mest allan 10. áratuginn.[5] Velgengni hans á vinsældarlistum og vinsældaraukning hans fangaði meiri athygli til New York á tímum þegar Vesturstrandar hip hop var alls ráðandi.[6] Samkvæmt ritstjóra All music, Steve Huey, velgengni albúmsins hans Ready to die sem kom út árið 1994 „enduruppgvötaði Austurstrandar rapp fyrir sumar kynslóðir“ og „breytti the Notorious B.I.G. hip-hop átrúnaðargoð, fyrsta stórstjarnan sem kom frá austurströndinni eftir vinsældir g-funksins sem Dr.Dre gerði frægt á vesturströndinni“.[7] Vinsældir hans hjálpuðu að ryðja veginn fyrir velgengi annarra austurstrandar rappara eins og Jay- Z og Nas.[8][9]

Austurstrandar - vesturstrandar hip hop ágreiningurinn

[breyta | breyta frumkóða]

Austurstrandar – Vesturstrandar hip hop ágreiningurinn var deila í kringum 1990 milli tónlistarmanna og aðdáenda frá Austurströndinni og Vesturströndinni. Í brennidepli ágreiningsins voru Austurstrandarrapparinn The Notorious B.I.G og plötufyrirtæki hans bad boy records og Vesturstrandarrapparinn 2Pac og hans plötufyrirtæki death row records, sem báðir voru síðan myrtir.

Á 8. áratugnum varð hip hop til á götum New York borgar, sem varð svo áfram í fararbroddi tegundarinnar í gegnum 9. Áratuginn. Þegar það fór að nálgast 9. áratuginn byrjuðu sumir vesturstrandar tónlistar menn að fá athygli eins og Ice-T, MC Hammer og N.W.A. Upphaf ágreiningsins milli austur og vestur strandarinnar voru að öllum líkindum hafin árið 1991 þegar Austurstrandarrapparinn Tim Dog gaf út lagið „Fuck Compton“, vísvitandi diss lag sem var miðað á N.W.A ásamt öðrum compton tónlistarmönnum eins og DJ Quik.

Í lok ársins 1992 var gefin út frumraun rapparans og pródúsentsnins Dr. Dre, The Cronic sem var fyrsta sólóplatan hans og var gefinn út af Death Row Records. Á nýju ári hafði platan orðið þreföld platínu plata. Í lok 1993 gáfu Death Row Records út Doggystyle, sem var frumraun rapparans Snoop Doog sem var frá Long Beach, sem varð einnig margföld platínu plata. Í byrjun 1994 hafði velgengi Death Row Records fengið mikla athygli og vakti mikla athygli á Los Angeles og Vesturstrandar hip hop senunni.

Ágreiningurinn

[breyta | breyta frumkóða]

Bad Boy á móti Death Row

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1993 stofnaði Sean „Puff Daddy“ combs nýtt hip hop plötufyrirtæki í New York sem heitir Bad Boy records. Næsta ár var framraun fyrirtækisins gefinn út af rapparanum frá Brooklyn Christopher „The Notorious B.I.G.“ Wallace einnig kallaður „Biggie Smalls“ og rapparanum frá Long Island Craig Mack og fengu þeir strax mikla athygli, sem virtist blása nýju lífi í Austurstrandar hip hop senuna árið 1995.

Fæddur í New York en tengdur við Vesturströndina rapparinn Tupack Shakur á meðan myndaði ágreining við Biggie, opinberlega að ásaka hann og Combs að hafa gert einhverjum auðvelt fyrir ræna hann og skjóta fimm sinum í anddyri á upptökustúdíói í New York 30. nóvember, 1994. Stuttu seinna eftir skotárásina á 2Pac kom út lag á B-hlið plötunnar frá Biggie sem heitir „Big Poppa“ sem heitir „Who shot Ya?“. Þó að Combs og Wallace þvertóku fyrir það að hafa átt einhvern hlut í skotárásinni og sagt að „Who Shot Ya?“ hafi verið tekið upp fyrir skotárásina leit 2Pac og stór hluti rapp samfélagsins á þetta sem leið B.I.G að ögra honum. Í ágúst 1995 gróf forstjóri Death Row Suge Knight á hlut BadBoy records og einnig á hlut Sean „Puff Daddy“ combs á Source Awards ; sagði við samkomu fulla af tónlistarfólki og fólki sem tengdist iðnaðinum ; „Einhver listamaður þarna úti sem langar til að vera listamður og stjarna og vill ekki hafa áhyggjur af því að framkvæmdarstjórinn sé að reyna að vera í öllum myndböndunum.. á öllum plötunum .. dansandi, komið til Death Row!“ Þessu var beint að tilhneigingu Comb að tala inná lög tónlistarmanna sinna og dansa í myndböndum þeirra. Samkoman var haldin í New York tóku margir orð Knight inn á sig og Austurstrandar hip hop senunnar og var því mikið búað á hann eftir að hann sagði þetta. Spennan magnaðist þegar Knight fór í veislu haldna fyrir pródúsentinn Jermaine Dupri í Atlanta. Á meðan veislunni stóð var náinn vinur Suge Knight skotinn í handlegginn. Knight sakaði Combs (einnig í ásetningi) að hafa átt einhvern hlut í skotárásinni. Sama ár borgaði Knight lausnargjald fyrir 2Pac upp á 1,4 milljón dollara í skiptum fyrir að hann skrifaði undir hjá Death Row Records. Stuttu seinna eftir að rapparinn losnaði úr fangeldi í október 1995, tók hann þátt með Knigt í meiri deilu milli Death Row og Bad Boy Record

2Pac á móti The Notorious B.I.G.

[breyta | breyta frumkóða]

Eftir að „Who shot Ya?“ var gefið út, sem 2pac túlkaði sem að Biggie væri að hæðast að ráninu og skotárásinni á hann, kom 2pac fram í mörgum lögum og beindi hótunum og/eða hamlandi skotum að Biggie, Bad Boy sem plötufyrirtæki og að hverjum sem tengist þeim á einhvern hátt á seinni hluta 1995 til 1996. Á þessum tíma fóru fjölmiðlar að fylgjast með ágreiningum og færðu fólki stöðugt fréttir um það. Þetta varð til þess að aðdáendur beggja senanna fóru að taka aðra hvora hlið málsins. Þó að opinber hefndar plata hafi aldrei verið gefin út af Biggie sem viðbrögð gegn þessu voru nokkur lög frá Biggie sem geta hafa verið svör gegn öllu því sem 2pac sagði, ekki síst „Long kiss goodnight“ sem Lil' Cease sagði vera beint að 2pac í viðtali við tímaritið XXL.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 1,7 East Coast Rap Geymt 3 janúar 2011 í Wayback Machine AllMusic.com
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 East Coast Hip-Hop Geymt 24 desember 2016 í Wayback Machine About.com
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. febrúar 2006. Sótt 11. mars 2012.
  4. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. febrúar 2006. Sótt 11. mars 2012.
  5. [1]
  6. [2]
  7. [3]
  8. [4]
  9. [5]