Auyuittuq-þjóðgarðurinn

Við Þórsfjall
Pangnirtung-fjörður

Auyuittuq-þjóðgarðurinn (inúktitút: ᐊᐅᔪᐃᑦᑐᖅ „eyjan sem bráðnar aldrei“, enska: Auyuittuq National Park) er þjóðgarður á Cumberland-skaga á austur-Baffinslandi í Núnavút í Kanada. Þjóðgarðurinn var stofnaður árið 1976 sem verndarsvæði en varð þjóðgarður árið 2000. Hann er rúmir 19.000 ferkílómetrar.

Í náttúru svæðisins eru miklar freðmýrar, firðir og jöklar. Tólf tegundir spendýra finnast á svæðinu, t.d. ísbirnir, selir, refir, snæhérar, hreindýr, úlfar og læmingjar. Þórsfjall, Óðinsfjall og Ásgarðsfjall eru þverhnípt fjöll á svæðinu. Þeir sem vilja heimsækja svæðið þurfa að fara í gegnum bæina Qikiqtarjuaq eða Pangnirtung og sækja um leyfi.

Fyrirmynd greinarinnar var „Auyuittuq National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9. jan. 2017.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.