Bangsi bestaskinn

Bangsi bestaskinn (enska: Teddy Ruxpin) var í upphafi sjálfvirkt vélleikfang í formi talandi bangsa. Bangsinn gat hreyft munninn og augun á meðan hann las upp sögur sem voru spilaðar af innbyggðu kasettutæki sem staðsett var á baki hans. Leikfangið var skapað af Ken Forsse og hannað af bandaríska fyrirtækinu RKS Design snemma á 9. áratug 20. aldar. Leikfangið varð söluhæsta leikfang í Norður-Ameríku árið 1985 og 1986. Að lokum var sköpuð teiknimyndasería eftir sömu hugmynd (The Adventures of Teddy Ruxpin) sem hóf göngu sína í bandarísku sjónvarpi árið 1987. Teiknimyndaserían kom að lokum til íslenskra sjónvarpsstöðva og fékk heitið Bangsi bestaskinn og varð töluvert vinsælt barnaefni á meðal íslenskra ungmenna.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.