Beltasveðja | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Kvenfluga að bora með varppípunni
| ||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||
Urocerus gigas Linnaeus, 1758 | ||||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||||
Beltasveðja (fræðiheiti: Urocerus gigas) er tegund af trjávespum sem er ættuð frá mestöllu norðurhveli. Á Íslandi hefur hún fundist frá fornu fari.[1] Fullorðin dýr eru yfirleitt á milli 10 og 40mm löng.[2]
Beltasveðja verpir allt að 350 eggjum í við veiklaðra eða fallinna trjáa[3] og grafa lirfurnar svo göng í viðnum (6-7mm breið) þar til þau púpa sig út við börkinn.
Urocerus flavicornis var eitt sinn talin undirtegund af U. gigas, en er nú sjálfstæð tegund [1].