Birkikemba | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Eriocrania unimaculella (Zetterstedt, 1839) | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
|
Birkikemba (fræðiheiti: Eriocrania unimaculella) er smávaxið mölfiðrildi. Hún er aðeins 6 mm á lengd og með 10 mm vænghaf. Útbreiðslusvæði hennar er í Mið- og Norður-Evrópu en til Íslands er talið að hún hafi borist í kring um 2005 en þá varð hennar fyrst vart í Hveragerði. Síðan þá breiddist hún hratt út og 2012 var hana að finna auk Ölfussins víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu.
Kjörlendi Birkikembunar er trjárækt og húsagarðar með birki (Betula pubescens). Á vorin í fyrrihluta apríl skríður hún úr púpunni en sem púpa liggur hún í dvala yfir veturinn. Hún er aðeins á flögri fram í maí og hverfur um miðjan mánuðinn. Hún verpir eggjum í brum birkisins sem klekjast út við laufgun þess. Lirfan lifir innan í laufblaðinu sem sölnar smám saman við át hennar uns það stendur aðeins eftir brúnn og uppblásinn belgur. Úr þessum uppblásna belg skríður lirfan fullvaxin og fellur niður í jörðina til að púpa sig.[1] Hún er á ferðinni fyrri hluta sumars, en birkiþéla er á ferðinni seinni part sumars. Ummerkin eru svipuð en um alls óskyldar tegundir að ræða.
Eftirfarandi tegundir hafa verið fundnar sem sníkjudýr í birkikembu:[2]