Björgólfur Hideaki Takefusa

Björgólfur Takefusa
Upplýsingar
Fullt nafn Björgólfur Hideaki Takefusa
Fæðingardagur 11. maí 1980
Fæðingarstaður    Ísland
Hæð 1,80 m
Leikstaða Framherji
Núverandi lið
Núverandi lið Víkingur
Númer -
Yngriflokkaferill
Þróttur
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2001–2004 Þróttur 37 (20)
2004–2005 Fylkir 28 (13)
2006-2010 KR 90 (50)
2010- Víkingur 0 (0)
Landsliðsferill2
2003- Ísland 3 (0)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært 18. september 2010.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
18. september 2010.

Björgólfur í leik með KR. Á myndinni er Björgólfur lengst til vinstri

Björgólfur Hideaki Takefusa (f. 11. maí 1980) er íslenskur fyrrum knattspyrnumaður sem spilaði í stöðu sóknarmanns. Hann er af japönskum, bandarískum og íslenskum ættum. Björgólfur hóf feril sinn hjá Þrótti Reykjavík og var þeim drjúgur í baráttunni í 1. deild, en hann skoraði mörg mörk í þeim leikjum sem hann spilaði í, en hann var einnig í námi í Bandaríkjunum. Björgólfur fékk gullskóinn árið 2003, en þá féll Þróttur úr efstu deild. Björgólfur skipti yfir í Fylki það ár og spilaði með þeim í 2 ár. Hann gekk til liðs við KR í október árið 2005 og skoraði 50 mörk fyrir liðið í 90 leikjum í A-deild. Björgólfur hefur spilað 3 landsleiki með íslenska landsliðinu. Eftir að Rúnar Kristinsson tók við liði KR fékk Björgólfur færri tækifæri hjá liðinu og skipti yfir í Víking Reykjavík eftir lok tímabils 2010.

Afi Björgólfs Takefusa, eða réttara sagt fósturfaðir móður hans, er Björgólfur Guðmundsson, viðskiptamaður og fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbanka Íslands. Hálfsystir Björgólfs er fyrrum sjónvarpskonan Dóra Takefusa.