Bláaskur | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||
Fraxinus quadrangulata Michx.[2] | ||||||||||||||||||
Útbreiðslusvæði
| ||||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||||
Fraxinus tetragona Cels ex Dum.Cours., nom. rej. |
Bláaskur (fræðiheiti: Fraxinus quadrangulata[3]) er tegund af aski sem vex í miðhluta Bandaríkjanna.[4] Var áður algengur en hefur á síðari árum fækkað mjög vegna sníkjudýrsins Agrilus planipennis. Innfæddir gerðu bláan lit úr innri berki tegundarinnar sem gaf henni nafnið.[5]
Bláaskur er meðalstórt tré, um 10 til 25 m hátt. Börkurinn er grár , þykkur sprunginn með aldri. Smágreinar eru oft ferkantaðar. Vetrarbrum eru rauðbrún með mjúkri áferð. Blöðin eru gagnstæð og samsett með 5-11, oftast 7 smáblöðum. Blómin koma að vori, rétt á undan blöðunum, í gisinni blómskipan, þau eru lítt áberandi og án krónublaða, enda vindfrjóvguð. Hvert tré er einkynja, annað hvort karl eða kvenkyns. Fræin eru 2,5-5 cm löng með væng.