Blöðkulyfjagras (fræðiheiti: Pinguicula grandiflora[1]) er lítil jurt af blöðrujurtarætt. Jurtin er skordýraæta sem veiðir lítil skordýr með klístri sem þekur jarðlæg blöð hennar. Það er með ein stærstu blómin í ættkvíslinni. Blöðkulyfjagras er ættað frá vesturhluta Mið- og S-Evrópu.