Bognor Regis Town Football Club | |||
Fullt nafn | Bognor Regis Town Football Club | ||
Gælunafn/nöfn | The Rocks | ||
---|---|---|---|
Stytt nafn | Bognor Regis F.C.. | ||
Stofnað | 1883 | ||
Leikvöllur | Nyewood Lane | ||
Stærð | Uþb. 4000, 243 sæti | ||
Stjórnarformaður | Dominic Reynolds | ||
Knattspyrnustjóri | Jack Pearce | ||
Deild | Suður Utandeildin | ||
|
Bognor Regis Town Football Club er knattspyrnulið í bænum Bognor Regis, í Vestur-Sussex á Englandi. Liðið var stofnað árið 1883 og leikur nú í ensku Suður Utandeildinni (Conference South).
Gælunafn liðsins er The Rocks (ísl. steinarnir) og er dregið af steinunum við strönd bæjarins.
Bognor Regis F.C. var stofnað 1883 og gengu í Vestur Sussex Deildina þremur árum síðar eftir að hafa spilað æfingaleiki fyrstu árin. Þeir unnu deildina fimm ár í röð snemma á þriðja áratugnum og þá gengu þeir í Brighton & Hove District deildina árið 1926. Eftir aðeins eitt ár í þeirri deild þá gengu þeir í Sussex County deildina. Bognor unnu fyrstu deildar keppnina (e. Division One Championship) tímabilið 1948-1949 en féllu úr henni, niður í aðra deild (e. Division Two Championship), tímabilið 1969-1970. Næsta ár vann Bognor deildina og voru þá komnir aftur upp í fyrstu deild og unnu þeir hana líka og voru þar með komnir upp í Suður Knattspyrnu Deildina (e. Southern Football League) sem að þeir spiluðu í til 1981 þegar þeir skiptu yfir í Isthmian deildina. Tímabilið 1991-1992 enduðu þeir í 21. sæti en sluppu við fall þar sem að Dagenham F.C. skráðu sig úr deildinni. Árið eftir, tímabilið 1992-1993 féllu þeir hins vegar og voru þá aftur komnir niður í fyrstu deildar keppnina. Tímabilið 2002-2003 komust þeir aftur upp og enduðu þá í 10. sæti sem að gaf þátttökurétt í Suður Utandeildinni þar sem þeir spila núna.
Bognor Regis eru þekktir fyrir góða aðdáendur og fóru að meðaltali um 400 aðdáendur liðsins á útileiki þessu tímabilið 2005-2006.