Bognor Regis Town F.C.

Bognor Regis Town Football Club
Fullt nafn Bognor Regis Town Football Club
Gælunafn/nöfn The Rocks
Stytt nafn Bognor Regis F.C..
Stofnað 1883
Leikvöllur Nyewood Lane
Stærð Uþb. 4000, 243 sæti
Stjórnarformaður Fáni Englands Dominic Reynolds
Knattspyrnustjóri Fáni Englands Jack Pearce
Deild Suður Utandeildin
Heimabúningur
Útibúningur

Bognor Regis Town Football Club er knattspyrnulið í bænum Bognor Regis, í Vestur-Sussex á Englandi. Liðið var stofnað árið 1883 og leikur nú í ensku Suður Utandeildinni (Conference South).

Gælunafn liðsins er The Rocks (ísl. steinarnir) og er dregið af steinunum við strönd bæjarins.

Bognor Regis F.C. var stofnað 1883 og gengu í Vestur Sussex Deildina þremur árum síðar eftir að hafa spilað æfingaleiki fyrstu árin. Þeir unnu deildina fimm ár í röð snemma á þriðja áratugnum og þá gengu þeir í Brighton & Hove District deildina árið 1926. Eftir aðeins eitt ár í þeirri deild þá gengu þeir í Sussex County deildina. Bognor unnu fyrstu deildar keppnina (e. Division One Championship) tímabilið 1948-1949 en féllu úr henni, niður í aðra deild (e. Division Two Championship), tímabilið 1969-1970. Næsta ár vann Bognor deildina og voru þá komnir aftur upp í fyrstu deild og unnu þeir hana líka og voru þar með komnir upp í Suður Knattspyrnu Deildina (e. Southern Football League) sem að þeir spiluðu í til 1981 þegar þeir skiptu yfir í Isthmian deildina. Tímabilið 1991-1992 enduðu þeir í 21. sæti en sluppu við fall þar sem að Dagenham F.C. skráðu sig úr deildinni. Árið eftir, tímabilið 1992-1993 féllu þeir hins vegar og voru þá aftur komnir niður í fyrstu deildar keppnina. Tímabilið 2002-2003 komust þeir aftur upp og enduðu þá í 10. sæti sem að gaf þátttökurétt í Suður Utandeildinni þar sem þeir spila núna.

  • Besti árangur í FA bikarnum: Önnur umferð, 1984-85, 1985-86, 1988-89, 1995-96
  • Besti árangur í FA Trophy: Þriðja umferð, 2000-01, 2001-02
  • Meðaláhorefndafjöldi tímabilið 2005-2006: 1940
  • Hæsti áhorfendafjöldi tímabilið 2005-2006: 3902
  • Lægsti áhorfendafjöldi tímabilið 2005-2006: 1234

Bognor Regis eru þekktir fyrir góða aðdáendur og fóru að meðaltali um 400 aðdáendur liðsins á útileiki þessu tímabilið 2005-2006.