Bombus hyperboreus er tegund af humlum,[2] ættuð frá heimskautssvæðum N-Evrópu og Grænlands.[3] Hún var áður talin vera einnig á heimsskautssvæðum N-Ameríku, en 2015 var sú aðgreind sem önnur tegund, Bombus natvigi.[1]
Tegundin rænir búum annarra heimskautshumla (Alpinobombus) t.d. B. alpinus og B. polaris, en er sjálf illfær um að fá þernur.[4]