Bombus wurflenii er tegund af humlum, aðallega í fjallendi Evrópu.[3][4]
Hún er yfirleitt svört með rauðgulan enda. Drottningar eru 19 - 22 mm langar, þernur 13 - 16 mm og druntar 14 til 16 mm. Tungan er mjög stutt, og kjálkarnir kröftugir.