Borgarknappur er fjall á Suðurey í Færeyjum. Fjallið er 574 metra hátt[1] og er á miðri eynni, vestan við þorpið Hov, suðaustur af Fámjin, suðvestur af Øravík og norður af Vági. Annar tindur, Borgin (570 m) er rétt vestan við Borgarknapp og Hvannafell (558 m) er til suðurs.
Áður en vegir voru lagðir á milli þorpanna á Suðurey lágu göngustígar yfir fjöllin. Nokkrir þeirra mættust á Mannaskarði og Laðanfelli (487 m) skammt frá Borgarknappi. Vörður voru reistar meðfram stígunum til að vísa veginn. Nú eru stígrnir aðallega notaðir af útivistarfólki.[2]
61°30′N 6°50′V / 61.500°N 6.833°V