Bragi Þorfinnsson | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Bragi Þorfinnsson | |
Fæðingardagur | 10. apríl, 1981 | |
Fæðingarstaður | Ísland | |
Stig | 2452[1] |
Bragi Þorfinnsson (fæddur 10. apríl 1981)[2][3] er íslenskur skákmaður. Hann hlaut nafnbótina alþjóðlegur meistari í skák árið 2003[2][4]. Bragi var útnefndur stórmeistari árið 2018.
Sem hvítur teflir Bragi yfirleitt drottningarpeðsbyrjun[5] en sem svartur teflir hann yfirleitt Sikileyjarvörn, sérstaklega Najdorf afbrigðið, gegn kóngspeðsbyrjun en drottningarindverska- eða nimzóindverska vörn gegn drottningarpeðsbyrjun.[3]