Bragðarefur er vinsæll ísréttur sem fæst í flestum ísbúðum víðsvegar um Ísland. Bragðarefurinn er útbúinn þannig að ís er látinn í ílát og nammi, ávöxtum og sósum að eigin vali er blandað saman við ísinn í sérstakri hrærivél, svo er ísnum mokað í pappaílát með sleif. Oft er nammi eða ávextir sett ofan á ísinn til skrauts. Bragðarefinn er hægt að útbúa í mörgum stærðum. Nú hafa nokkur matvælafyriritæki á Íslandi sett á markað tilbúinn bragðaref.
Bragðarefurinn er ekki séríslenskt fyrirbæri en er þó ekki fáanlegur alls staðar í heiminum. Hann var fundinn upp í Bandaríkjunum árið 1973 og þekkist þar undir nafninu mix-in. Hjá McDonald's er hann seldur undir nafninu McFlurry en það eru oftast ekki ávextir í þeim og ekki eins mikið úrval af bragðtegundum í þeim ísrétti. Hjá Dairy Queen hefur hann verið seldur undir heitinu Blizzard frá árinu 1985.