Brennubolti

Einnig þekktur sem brennibolti eða brennó.

Þátttakendur skipta sér í tvö lið og útbúa völl sem skipt er í tvennt í miðju. Einn úr hvoru liði er kóngurinn og fer aftast á vallarhelming andstæðinganna. Boltinn gengur síðan milli kónganna og samherja hans og þeir reyna að skjóta andstæðinga sína. Þeir sem fá boltann í sig færa sig fyrir aftan sinn kóng. Markmiðið er að skjóta alla úr hinu liðinu út af vellinum. Þegar einn stendur eftir fer kóngurinn inn á völlinn til að hjálpa síðasta samherjanum. Kóngurinn er með tvö líf.[1]

Áhöld sem þarf til leiksins: Brennibolti eða annar bolti sem fer vel í hönd.

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Arnardóttir 1986-, Arna Margrét (2020-05). Patreksskóli : nýting skólalóðar - afþreying nemenda (Thesis thesis).