Bryndís Haraldsdóttir (BHar) | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Alþingismaður | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Persónulegar upplýsingar | ||||||||||||||||
Fædd | 29. desember 1976 Reykjavík | |||||||||||||||
Stjórnmálaflokkur | Sjálfstæðisflokkurinn | |||||||||||||||
Maki | Örnólfur Örnólfsson | |||||||||||||||
Börn | 3 | |||||||||||||||
Menntun | Iðnrekstrarfræði Alþjóðamarkaðsfræði | |||||||||||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Bryndís Haraldsdóttir (f. 29. desember 1976) er íslenskur stjórnmálamaður. Hún er alþingismaður fyrir fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi og var kjörin á þing árið 2016.[1]
Bryndís er fædd í Reykjavík og foreldrar hennar eru Haraldur Örn Pálsson (f. 1956) vaktmaður og Hafdís Rúnarsdóttir (f. 1956) ljósmóðir. Fósturfaðir Bryndísar er Karl Friðriksson (f. 1955) framkvæmdastjóri. Bryndís lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1997, diplóma í iðnrekstrarfræði frá Tækniskóla Íslands árið 2000, B.Sc.-prófi í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniskóla Íslands árið 2001 og hefur stundað framhaldsnám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands.
Hún var verkefnisstjóri hjá Impru nýsköpunarmiðstöð frá 2003-2007 og fjármálastjóri hjá Góðum mönnum rafverktökum frá 2007-2012. Hún stofnaði og rak útgáfufyrirtækið Góðan dag frá 2008-2010 og var bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ frá 2010-2018, þar af var hún forseti bæjarstjórnar frá 2012-2014 og formaður bæjarráðs frá 2014-2017. Frá 2014-2016 var hún stjórnarformaður Strætó bs. 2012–2018. Hún hefur verið alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi frá árinu 2016.
Maki Bryndísar er Örnólfur Örnólfsson (f. 1974) rafvirkjameistari og eiga þau þrjú börn.[1]
Bryndís er 6. varaforseti Alþingis og hefur setið í allsherjar- og menntamálanefnd, umhverfis-og samgöngunefnd,[1] utanríkismálanefnd og efnahags- og viðskiptanefnd þingsins. Hún á sæti í Íslandsdeild ÖSE og Vestnorrænaráðinu, hefur leitt þverpólitíska nefnd um endurskoðun Norðurslóðastefnu Íslands, setið í framtíðarnefnd forsætisráðherra og í starfshópi um mælikvarða fyrir hagsæld og lífsgæði.[2]