Bryoria | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
|
Bryoria er ættkvísl sveppa innan Litskófarættar. Ættkvíslin hefur víðfeðma landfræðilega dreifingu, sérstaklega á heimskauta- og á svölum tempruðum svæðum. Ættkvíslin Bryoria inniheldur 51 tegund.[1]
Á Íslandi finnast fjórar tegundir ættkvíslarinnar: jötunskegg (B. chalybeiformis), viðarskegg (B. fuscescens), gálgaskegg (B. implexa) og kvistaskegg (B. simplicior). Fimmtu tegundarinnar hefur verið getið, Bryoria nidula,[2] en hún hefur ekkert íslenskt heiti.