Brísingamen er skartgripur Freyju í norrænni goðafræði. Átti hún hafa fengið það hjá dvergum (Alfrigg, Dvalinn, Berlingur og Grerr) fyrir nótt hjá hverjum.[1] Komst Loki að því og sagði Óðni, sem neyðir Loka til að stela meninu. Þegar Freyja heimtar menið af Óðni, gerir hann henni þá kröfu að koma af stað eilífu stríði á milli tveggja konunga. Urðu það Hjaðningavíg.