Burkholderiales | ||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Kóloníur Burkholderia pseudomallei gerla á blóðagarskál.
| ||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||
| ||||||||
Ættir[1] | ||||||||
Alcaligenaceae De Ley et al. 1986 |
Burkholderiales er ættbálkur baktería innan flokks Betapróteógerla. Líkt og aðrir Próteógerlar eru meðlimir ættbálksins Gram-neikvæðir. Fjölbreytileiki innan ættbálksins er verulegur hvað varðar frumugerð, efnaskipti, búsvæðaval og fleiri þætti, en ættbálkurinn er skilgreindur út frá skyldleika sem ákvarðaður var út frá kirnaröðum 16S rRNA gens.[2]