Chosenia arbutifolia | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Blöð og blóm kesju
| ||||||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||
Chosenia arbutifolia (Pall.) A.K.Skvortsov | ||||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||||
Salix splendida Nakai |
Chosenia arbutifolia (syn. Salix arbutifolia Pall.)[2] er tegund trjáa af víðiætt Salicaceae, ættuð frá Kóreu, Sakalínfylki, Kamsjatka og austast í Rússlandi.
Ættkvíslarnafnið er dregið af Jóseon veldinu sem ríkti í Kóreu fram til 1897. Þetta er eina tegund ættkvíslarinnar Chosenia, en er talin til hinnar náskyldu ættkvíslar Salix af sumum höfundum.[3][4][5]
Þetta er lauffellandi, vindfrjóvgað, víði-líkt tré, sem nær oftast 20 til 30 metra hæð, með súlulaga krónu og grábrúnan flagnandi börk. Laufin eru 5 til 8 sm löng og 1.5 til 2.3 sm breið, með mjög fíntenntum til nær heilum jaðri, og langydd í enda.[6] Blómin eru hangandi í reklum 1 til 3 sm löngum. Trén eru einkynja (tréð er annaðhvort með karlblóm eða kvenblóm). Chosenia eru hraðvaxandi landnema-tré á sand- og malar- árbökkum.