Fyrri ritstjórar | Jónas Kristjánsson |
---|---|
Flokkar | Dagblað |
Stofnár | 1975 |
Fyrsta tölublað | 8. september 1975 |
Lokatölublað — Nr. | 25. nóvember 1981 2087 |
Stafræn endurgerð | timarit.is |
Dagblaðið - frjálst, óháð dagblað var dagblað sem Jónas Kristjánsson og Sveinn R. Eyjólfsson stofnuðu sumarið 1975 ásamt nokkrum blaðamönnum Vísis, en átök innan stjórnar Vísis leiddu til þess að Jónasi var sagt þar upp störfum og hlutur hans keyptur út. Átökin endurspegluðu að nokkru leyti átök milli varaformanns og formanns Sjálfstæðisflokksins. Í kjölfarið var Þorsteinn Pálsson ráðinn ritstjóri Vísis. Bæði blöðin voru prentuð í prentsmiðjunni Blaðaprenti.
Árið 1979 stofnaði Dagblaðið Menningarverðlaun Dagblaðsins sem síðar urðu Menningarverðlaun DV.
Dagblaðið kom út til nóvember 1981 þegar það sameinaðist Vísi og DV varð til eftir langvinnt prentaraverkfall. Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram urðu tveir ritstjórar hins nýja blaðs. Hlutafélagið Frjáls fjölmiðlun var stofnað um rekstur blaðsins og skiptust hlutir jafnt á eigendur blaðanna tveggja. Sveinn R. Eyjólfsson varð stjórnarformaður.