Djúpkarfi

Djúpkarfi
Djúpkarfi
Djúpkarfi
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Brynvangar (Scorpaeniformes)
Ætt: Karfaætt (Scorpaenidae)
Ættkvísl: Karfi (Sebastes)
Tegund:
Djúpkarfi (S. mentella)

Tvínefni
Sebastes mentella
Travin, 1951
Samheiti
  • Sebastichthys mentella (Travin, 1951)

Djúpkarfi eða úthafskarfi (fræðiheiti: Sebastes mentella) er karfategund. Hinn eiginlegi karfi sem hefur verið mikilvægasti stofninn fyrir veiðar Íslendinga er gullkarfinn ásamt djúpkarfanum. En þegar talað er um þá í gömlum aflatölum þá er um að ræða báða stofnana þ.e. djúpkarfa og gullkarfa til samans því þeir voru lengi vel ekki aðskildir í lönduðum afla. Ástæða þess er líklega sú að þegar fljótlega er litið á gullkarfa og djúpkarfa er að útlitið er nokkuð líkt. Við nánari athugun kemur þó í ljós hin ýmsu einkenni sem eru frábrugðin eins og til dæmis að djúpkarfinn er hærri og þynnri en gullkarfinn.[1]

Einkenni og útlit

[breyta | breyta frumkóða]

Augu djúpkarfans eru áberandi stór ásamt því að kinnbeinagaddar hans eru mjög áberandi. Neðsti gaddur á höku djúpkarfans er örlítið útstæður. Ásamt þessara einkenna er einnig mismunandi höfuðlag karfategundanna sem greinir þá að. Ljósrauður litur einkennir djúpkarfann en hann er tiltölulega jafn á litinn fyrir utan það að kviðurinn er ljósari. Hann hefur einn bakugga sem er langur og fremri hluti djúpkarfans er minni og hefur broddgeisla. Á aftari hlutanum eru liðgeislar. Raufaruggin er stuttur og hefur 3 eða 4 broddageisla fremst. Djúpkarfinn hefur stóra eyrugga og kviðarugga ásamt því að hafa stóran sporð. Hreistrið er stórt og rákin eftir fiskinum er mjög greinileg.[2]

Vöxtur og kynþroski

[breyta | breyta frumkóða]

Djúpkarfinn er hægvaxta og langlífur, getur náð allt að 70 cm að lengd. Algengasta veiðilengd hans er 35-45 cm og vegur um 0,6-1,3 kg. Hann verður kynþroska mest 37-42 cm langur, en hængar eru minni en hrygnur við fyrsta kynþroska.

Djúpkarfinn nærist aðallega á hinum ýmsu smákrabbadýrum þ.e. jósátu og sviflægum krabbaflóm. Hann étur einnig smáfiska eins og laxsíldir og á það til að nýta sér smokkfiska sem fæðu. Þegar hann er orðinn stór sækir hann í stærri fiska eins og loðnu og síld.

Staðsetning og veiðar

[breyta | breyta frumkóða]

Djúpkarfinn er að veiðast innan og utan landhelgi Íslands. Hann er að finna víða fyrir vestan, sunnan og austan land. Úthafskarfaveiðar Íslendinga hafa staðið yfir í 10 ár og hefur þróun veiðanna verið sú að megnið af fengnum afla er stór karfi fenginn á miklu dýpi í eða utan við íslenska fiskveiðilögsögu. Þessi karfi sem þar veiðist svipar meira til djúpkarfa en til úthafskarfa.[3]

Munur djúpkarfa og úthafskarfa

[breyta | breyta frumkóða]

Íslenskir karfasérfræðingar telja að tveir stofnar karfa séu í úthafinu en báðir stofnarnir teljast til sömu tegundarinnar Sebastes mentella semsagt djúpkarfi og úthafskarfi. Í efri lögum sjávar er sagt að útkarfinn sé, en þegar neðar er farið telja menn að íblöndun eigi sér stað á úthafskarfa og djúpkarfa. Upplýsingar hafa fengist um þessa blöndun með rannsókn. Stofnarnir eru þá aðgreindir frá útliti,líkamsstærð,stærð við kynþroska og sníkjudýrum. En segja má að enginn einn þáttur sé meira afgerandi en einhver annar til þess að aðgreina stofnanna. En þegar djúpkarfi í úthafinu og djúpkarfi í landgrunnskantinum eru bornir saman telja íslenskir sérfræðingar að erfitt eða jafnvel ógerlegt sé að greina þar á milli.Erlenda sérfræðinga greinir þó á við þá íslensku um karfastofninn en þeir telja að aðeins sé einn karfastofn í úthafinu,semsagt úthafskarfastofn. Þeir telja það ekki vera hægt að greina sérstakan djúpkarfa á svæðinu heldur tilheyri allur stofninn úthafskarfa.[4]

  1. Jakob Magnússon. „Djúphafskarfi og úthafskarfi“ (PDF). Lífríki sjávar. Sótt 01.11.2013 2013.
  2. Jakob Magnússon. „Djúpkarfi og Úthafskarfi“ (PDF). Lífríki sjávar. Sótt 01.11.13 2013.
  3. HB Grandi. „Djúpkarfi/Úthafskarfi“. Sótt 01.11.13 2013.
  4. Kristján Þórarinsson. „Hvað er úthafskarfi?“. Sótt 02.11.13 2013.