Dreifð afneitun leyndarmála

Dreifð afneitun leyndarmála (á ensku: Distributed Denial of Secrets, skammstafað DDoSecrets) er vefsíða eða samfélag uppljóstrara stofnuð var árið 2018 til að auðvelda frjálsa miðlun gagna í þágu almannahagsmuna með fréttaleka og birtingu skjala úr ýmsum gagnasöfnum heimsins til að gera.

Á vef DDoSecrets er birtar greinar sem oftast eru sendar inn nafnlaust og leka á internetið viðkvæmum upplýsingum frá ríkisstjórnum, fyrirtækjum og öðrum samtökum. Vefsíðan hefur stundum verið nefnd sem arftaki WikiLeaks.[1] Bandaríska rannsóknarblaðakonan Emma Best, er annar stofnandi vefsins[2] sem fór í loftið 3. desember 2018.

Vefurinn sem er ekki rekinn í hagnaðarskyni er hvað best þekktur útgáfu í júní 2020 á stóru safni innri lögregluskjala, þekkt sem BlueLeaks. Vefurinn er meðal annars talinn veita hvað mestan opinberan aðgang að rússneskum skrám sem lekið hefur verið eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu í febrúar 2022.

Á vefnum er einnig birt mikið safn gagna um rússneskt fáveldi, fasistahópa, skúffufyrirtæki og bankastarfsemi á aflandseyjum og í skattaskjólum.

Í apríl 2022 hýsir vefur tugi terabæta af gögnum frá yfir 200 stofnunum.[3]


  Þessi samfélagsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Financial Times (maí 2022). „Russia pummelled by pro-Ukrainian hackers following invasion“. Financial Times. Sótt maí 2022.
  2. DDSsecrets. „About DDSsecrets“. Sótt maí 2022.
  3. „Distributed Denial of Secrets is Spreading Stolen Russian Data“. Bloomberg.com (enska). 6. apríl 2022. Sótt 6. maí 2022.