Dunaliella er ættkvísl af þörunga ættinni Dunaliellaceae.[1] Dunaliella sp. eru hreyfanlegir, einfrumungar, staf- til egglaga (9−11 µm) grænþörungar (Chlorophyta) sem eru algengir í saltvatni. Þeir eru auðveldir í ræktun og mynda ekki klumpa eða þræði.
Þekktasta tegundin er hin saltþolna Dunaliella salina. Ný tegund af Dunaliella var uppgötvuð í Atacamaeyðimörkinni 2010. Sú tegund er talin lifa af á raka sem safnast á köngulóavefjum.[2]