EV1 Atlantshafsströndin er 8.186 km löng EuroVelo-hjólaleið sem liggur frá Nordkapp í Norður-Noregi að Porto í Portúgal. Hún liggur um 6 lönd, Noreg, Bretland (Skotland, Norður-Írland, Wales og England), Írland, Frakkland, Spán og Portúgal.
Ísland sótti árið 2014 um að verða framlenging á Atlantshafsströndinni með hjólaleið sem næði frá Seyðisfirði til Leifsstöðvar um Suðurlandið [1].
- Noregur: Leiðin liggur frá Nordkapp um Tromsø, Vestvågøy, Bodø, Þrándheim, Ålesund til Bergen þaðan sem ferja gekk áður til Skotlands.
- Skotland: Leiðin liggur um Aberdeen, Inverness, Glasgow til Stranraer þaðan sem ferja gengur til Norður-Írlands.
- Norður-Írland: Leiðin liggur um Belfast.
- Írland: Leiðin liggur um Galway, Limerick, Cork, Waterford til Rosslare þar sem ferja gengur til Wales.
- Wales: Leiðin liggur um Fishguard og Cardiff.
- England: Leiðin liggur um Bristol og Plymouth þaðan sem ferja gengur til Frakklands.
- Frakkland: Leiðin liggur frá Roscoff, um Nantes, La Rochelle og Arcachon til Hendaye. Leiðin er kynnt í Frakklandi sem Vélodysée.
- Spánn: Leiðin liggur um Pamplóna, Burgos, Salamanca, Merida og Huelva.
- Portúgal: Leiðin liggur um Faro og Sagres og síðan aftur norður til Lissabon og norður fyrir Porto.
- ↑ „EuroVelo teygir sig til Íslands“. Fjallahjólaklúbburinn. Sótt 21. júní 2016.