EV6 Fljótaleiðin

Kort sem sýnir EV6.

EV6 Fljótaleiðin eða Atlantshaf-Svartahaf er 3.653 km EuroVelo-hjólaleið sem liggur frá Saint-Nazaire við ósa árinnar Loire í FrakklandiConstanța við Svartahafsströnd Rúmeníu. Leiðin fylgir nokkrum stórum ám eftir. Hún liggur meðfram stórum hluta Loire, hluta af Saône og Rínarfljóti og nær allri Dóná. Leiðin fer í gegnum 10 lönd, Frakkland, Sviss, Þýskaland, Austurríki, Slóveníu, Ungverjaland, Serbíu, Króatíu, Búlgaríu og Rúmeníu.

Hluti leiðarinnar er á vinsælustu hjólaleið Evrópu, Dónárhjólastígnum, sem liggur milli Donaueschingen og Passau í Þýskalandi og heldur áfram til Vínarborgar, Novi Sad og BelgradDónárósum. Víða er hægt að velja tvær leiðir eftir því hvorum bakka árinnar farið er eftir.