Kort sem sýnir EV6.
EV6 Fljótaleiðin eða Atlantshaf-Svartahaf er 3.653 km EuroVelo- hjólaleið sem liggur frá Saint-Nazaire við ósa árinnar Loire í Frakklandi að Constanța við Svartahafsströnd Rúmeníu . Leiðin fylgir nokkrum stórum ám eftir. Hún liggur meðfram stórum hluta Loire, hluta af Saône og Rínarfljóti og nær allri Dóná . Leiðin fer í gegnum 10 lönd, Frakkland, Sviss , Þýskaland , Austurríki , Slóveníu , Ungverjaland , Serbíu , Króatíu , Búlgaríu og Rúmeníu.
Hluti leiðarinnar er á vinsælustu hjólaleið Evrópu, Dónárhjólastígnum, sem liggur milli Donaueschingen og Passau í Þýskalandi og heldur áfram til Vínarborgar , Novi Sad og Belgrad að Dónárósum . Víða er hægt að velja tvær leiðir eftir því hvorum bakka árinnar farið er eftir.
Frakkland : Leiðin liggur meðfram Loire frá Saint-Nazaire um Nantes , Tours , Blois , Orléans og Nevers þar sem hún fer meðfram Canal du Centre að Saône þar sem hún fer um Besançon , Baume-les-Dames , Montbéliard að Mulhouse í Elsass .
Sviss : Leiðin fer yfir landamærin við Basel og fylgir Rínarfljóti að Bodensee .
Þýskaland : Frá Bodensee fylgir leiðin Hohenzollernleiðinni til Tuttlingen og heldur svo áfram eftir Dónárleiðinni (Radnetz Deutschland-leið D6) um Sigmaringen , Scheer , Ulm , Leipheim , Günzburg , Donauwörth , Ingolstadt , Regensburg til Passau .
Austurríki : Í Austurríki fylgir leiðin Dóná beggja vegna árinnar og fer í gegnum Linz og Vínarborg .
Slóvakía : Leiðin fer um Bratislava .
Ungverjaland : Leiðin fer um Győr , Esztergom , Visegrád , Búdapest , Kalocsa , Baja og Mohács .
Króatía (hjáleið ): Leiðin fer um Kneževi Vinogradi , Lug , Osijek og Vukovar .
Serbía : Leiðin fer um Apatin , Novi Sad , Belgrad og Pančevo .
Búlgaría (hjáleið ): Leiðin liggur um Vidin , Lom , Belene , Ruse og Silistra .
Rúmenía : Leiðin fer um Drobeta-Turnu Severin , Cernavodă , Brăila , Tulcea , Sulina , Babadag að Constanța .