Eistnaflug

Ensími á Eistnaflugi.
Sólstafir á Eistnaflugi árið 2009.

Eistnaflug er þungarokkshátíð sem haldin er í kringum fyrstu helgina í júlí í Neskaupstað. Nafnið er orðaleikur af hátíðinni Neistaflug sem haldin er á staðnum um verslunarmannahelgi.

Fyrsta hátíðin var haldin í ágúst árið 2005 og hefur farið stækkandi. Þó áhersla sé lögð á þungarokk hafa einnig spilað annars konar rokkbönd og jafnvel rapp og vinsældapopp (Páll Óskar).

Undanfarin ár hafa erlend þungarokksbönd spilað á hátíðinni og má þar nefna Napalm Death, At The Gates, Enslaved, Rotting Christ, Amorphis, Opeth og Meshuggah. Kvikmyndargerðarmaðurinn kanadíski Sam Dunn heimsótti hátíðina árið 2016 og tók þátt í umræðupanel ásamt því að taka viðtöl við hljómsveitir og fleiri.

Frá 2015 hefur íþróttahöllin í Neskaupstað verið notuð samhliða Egilsbúð en síðarnefndi staðurinn var aðaltónleikastaðurinn fyrstu árin.

Fjöldi hljómsveita sem spiluðu árið 2016 var 77.[1]

Aldurstakmark á hátíðina er 18 ár. Tjaldsvæði er austast í bænum fyrir tónleikagesti.

Eistnaflug heimasíða Geymt 25 febrúar 2021 í Wayback Machine

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Eistnaflug: Stærsta og fjölbreyttasta hátíðin til þessa[óvirkur tengill] Fréttatíminn. Skoðað 14. júlí, 2016