Elk Island-þjóðgarðurinn

Staðsetning þjóðgarðsins innan Alberta.
Vísundur.
Landslag í Elk Island.

Elk Island-þjóðgarðurinn (enska: Elk Island National Park) er þjóðgarður í Alberta, 35 kílómetrum austur af höfuðborginni Edmonton. Stærð hans er 194 ferkílómetrar. Markmið þjóðgarðsins er að varðveita vistkerfi norðurhluta Sléttanna miklu.

Dýr sem finna má meðal annars finna í þjóðgarðinum eru: Vísundur, vapítihjörtur og önnur hjartardýr, elgur. Rándýr eins og svartbjörn, sléttuúlfur og úlfur. Hvíti ameríski pelíkaninn er meðal mest áberandi fuglategunda. Skógur er á víð og dreif og veitir dýrunum skjól.

Árið 1906 báðu nokkrir menn stjórnvöld í fylkinu um að vernda vapítihirti (enska: elk) á svæðinu en þar hafði verið ofveiði. Árið 1913 var svæðið verndað og árið 1930 varð svæðið þjóðgarður með National Parks Act á kanadíska þinginu.

Þjóðgarðurinn er opinn alla daga árið um kring. Ýmis afþreying er í boði: Dýraskoðun, útivistargöngur, kajakróður, fjallahjólreiðar, tjaldgisting og gönguskíðamennska. Gjald er tekið fyrir heimsókn á svæðið.

Dýraflutningar

[breyta | breyta frumkóða]

Auk þess að hafa flutt dýr eins og hirti til annarra héraða Kanada og Bandaríkjanna hefur t.d. bjór verið fluttur inn í þjóðgarðinn. Árið 1907 voru 400 vísundar fluttir á svæðið frá Montana í Bandaríkjunum. Áratugum síðar þegar vísundum fækkaði í Montana voru þeir fluttir þangað frá Elk Island-þjóðgarðinum. Um 1920 voru vísundar frá þjóðgarðinum fluttir til Wood Buffalo-þjóðgarðsins í norður-Alberta en þeir sýktu skógavísunda sem voru fyrir af sjúkdómum. Árið 1965 voru skógarvísundar úr Wood Buffalo-þjóðgarðinum sem taldir voru í hættu fluttir til Elk Island. Árið 2006 voru skógarvísundar fluttir frá þjóðgarðinum til sjálfstjórnarhéraðsins Saka í Rússlandi.

Listi yfir þjóðgarða í Kanada

Fyrirmynd greinarinnar var „Elk Island National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 20. des. 2016.