Etrúskakrókus (Crocus etruscus) er tegund af blómstrandi plöntum í sverðliljuætt, einlendur í skóglendi mið-Toskana (Ítalíu).[1] Þetta er fjölær hnýðisplanta sem verður 8 sm há. Ljósfjólublá blómin með purpuralitum æðum og áberandi rauðgulum fræflum birtast snemma vors.[2]
Í náttúrunni er hann með stöðuna „ógnað“.[3] Hinsvegar er hann einnig í ræktun.[4]
↑Carta, A., Pierini, B., Alessandrini, A., Frignani, F. and Peruzzi, L. (2010). „Contributo alla conoscenza della flora vascolare endemica di Toscana ed aree contermini. 1. Crocus etruscus Parl. (Iridaceae)“. Inform. Bot. Ital 42(1): 47-52.