Eygló Ósk Gústafsdóttir (f. 1995) er íslensk landsliðskona í sundi. Hún var valin íþróttamaður ársins árið 2015.
Á íslandsmótinu 2009 sigraði hún í 50 metra baksundi og bætti íslandsmetið í 30,19 sekúndur.[1] Í nóvember sama árs keppti hún á alþjóðlegu móti í Frakklandi þar sem hún bætti 100 metra baksunds telpnamet með 1 mínútu og 3,87 sekúndum og Bætti 800 metra skriðsunds telpnamet með tímanum 8:56,13.[2]
Á íslandsmeistaramótinu 2010, en þá var hún 15 ára, keppti hún í kvennaflokki og vann skriðsund kvenna með tímanum 8 mínútur og 54,13 sekúndur.[3] Hún tók þátt í evrópumeistaramóti unglinga í Serbíu sem var haldið í júlí sama árs og þar fékk hún silfur í 200 metra baksundi.[4]
Á íslandsmeistaramótinu 2011 setti hún þrjú stúlknamet í 200 metra baksundi, 200 metra fjórsundi, 100 metra baksundi. Metið í 100 metra baksundi bætti einnig íslandsmet kvenna.[5]
Á íslandsmeistaramótinu 2012 setti hún sjö íslandsmet í 200 metra fjórsundi, 200 metra skriðsundi, 100 metra baksundi, 200 metra baksundi, auk þess sem hún setti íslandsmet í fjórföldu 200 metra skriðsundi, fjórföldu 100 metra skriðsundi og fjórföldu 100 metra fjórsundi með sundsveit Ægis. Hún náði tímamörkum Ólympíuleikana í London í 200 metra baksundi og fékk keppnisrétt á því móti.[6] Á ólympíuleikunum í London 2012 synti hún á 2 mínútum og 16,81 sekúndu í fjórsundi, hafnaði í 28. sæti af 34 og komst ekki í undanúrslit.[7]
Á opna danska meistaramótinu 2015 náði hún lágmarki HM í Kazzan, Rússlandi og Ólympíuleikana í Ríó, Braselíu og hefur keppnisrétt á þeim mótum. Hún er fyrsti íslendingurinn til að ná því afreki.[8] Sama árs í júlí keppti hún á opna parísarmótinu þar sem hún sigraði B-riðill í 100 metra baksundi og lenti í 9. sæti yfir heildina.[9]