Eðjusmiður (Bembidion grapii) | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||
Bembidion grapii |
Eðjusmiður (Bembidion grapii) er bjalla sem tilheyrir járnsmiðsætt, og Bembidion-ættkvíslinni. Hún er tiltölulega ný í fánu nokkurra landa, eins og Kúrileyja, og er almennt lítið vitað um bjölluna.
Eðjusmiður er algengur í hita og köldum leirflögum á Íslandi. Útbreiðsla eðjusmiðs er um mest allt land en mest á láglendi. Smiðurinn finnst á Íslandi á svæðum þar sem hveravirkni hefur aukist sem leiddi til að aðrar tegundir sem þola ekki hitan hafa farið en eðjusmiðurinn helst. Hann hefur fundist á jarðhitasvæðum við Gunnuhver sem hefur stækkað mikið. Hann einkennir opin svæði og búist er við að hann muni fjölga sér á meðan gróður nær ekki að jafna sig, sem er þó á kostnað annarra smádýra sem voru á þeim svæðum og eru háð gróðri.
Eðjusmiður er norðlæg tegund sem nær þó eins sunnarlega og fjöll Nýja Englands. Eðjusmiður finnst líka á frekar þurri möl sem er blönduð með fínum sand þar sem það er lítið um gróður þar sem er jafnvel bara smávaxin mosi til staðar.
Bembidion grapii finnst meðal annars í Rússlandi, Norður Kóreu, Síberíu, Norður-Ameríku, Skandinavíu og Íslandi. Þar finnst hann líka í jarðveg nálægt litlum lækjum eftir skógarveg í greni-birki skógi. Í svartgreniskógi fannst smiðurinn á þeim nýju heitu svæðum sem voru nýbrunnin eftir náttúrulegan skógareld.
Eðjusmiður er rándýr sem getur lifað á aðbornum dýrum sem eru dýr sem „eiga leið hjá“ eða fara óvart inn á heit svæði þrátt fyrir að geta ekki lifað þar og verða þá að auðveldari bráð.
Eðjusmiður finnst á gróðurrýrum svæðum, bæði fullorðin og ungviði finnast á sama búsvæði. Púpur og fullorðin dýr hafa fundist í júlí og ágúst sem bendir til að fullvaxin dýr fari í dvala um vetur.