Eðlisfræðivél er hugbúnaður sem hermir eftir eiginleikum raunkerfa eins og hreyfifræði stjarfra og mjúkra hluta (þar með talið árekstrarskynjun) og straumfræði til að líkja eftir þeim eðlisfræðilögmálum sem ríkja í raunheimi í tölvugrafík, leikjum og kvikmyndagerð. Eðlisfræðivélar eru aðallega notaðar sem miðbúnaður í tölvuleikjum sem framkvæmir útreikninga í rauntíma.