Fab lab

Fab lab í borginni Bermeo á Spáni

Fab lab er stafræn smiðja eða verkstæði þar sem hægt er að smíða ýmis konar hluti með aðstoð tölvutækni. Þar eru oft til staðar tölvustýrðar vélar til að skera út eða brenna í ýmis konar efni. Dæmigerðar vélar sem eru til staðar í Fab lab-smiðjum eru geislaskurðarvélar, þríviddarprentarar og fræsivélar.

Fab lab-smiðjur eru oft settar upp í skólum og bókasöfnum. Fab lab-hugmyndin varð til hjá Massachusetts Institute of Technology sem hafði rekið MIT Media Lab frá 1985. Bandaríski tölvunarfræðingurinn Neil Gershenfeld stofnaði þar Center for Bits and Atoms árið 2001, þverfaglega rannsóknarmiðstöð um efnislega útfærslu upplýsinga. Fyrsta Fab lab-smiðjan á Íslandi var sett upp í Vestmannaeyjum árið 2008 af Frosta Gíslasyni og Smára McCarthy.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.