Fjörukál (fræðiheiti: Cakile arctica[1]) er einær planta af krossblómaætt. Fjörukál er gömul matjurt og er með mikið kálbragð. Fjörukál vex við sjó, einkum á vesturlandi. [2]
Fjörukál við Ísland hefur löngum verið talið til C. maritima, sem undirtegundin C. maritima ssp. islandica, en hefur verið færð undir C. arctica.[3] Útbreiðslan er við strendur Norður Atlantshafs.