Fjalar er dvergur í norrænni goðafræði. Hann ásamt Galar, myrtu þeir Kvasi og brugguðu skáldskaparmjöðinn úr blóði hans og hunangi. Síðar, er þeir höfðu valdið dauða jötunsins Gillings og konu hans, þá krafðist Suttungur sonur þeirra, mjaðarins í bætur.
Nafnið Fjalar er talið þýða felur eða svikari.[1] Nafnið kemur einnig fyrir sem heiti á hana hjá jötninum Eggþé,[2] sem og sem jötnaheiti.[3]