Fjallablöðkur | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ræktunarafbrigði af Lewisia cotyledon
| ||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||
|
Fjallablöðkur (fræðiheiti: Lewisia) er ættkvísl plantna nefnd eftir Meriwether Lewis sem kynntist tegundunum árið 1806. Náttúrulegt búsvæði tegundanna er á klettum og hlíðum á móti norðri í vesturhluta Norður Ameríku. Indíánar söfnuðu rótunum í forða og gera jafnvel enn, þær hafa einnig verið notaðar við særindum í hálsi.
Lewisíur eru fjölærar fjallaplöntur ættaðar frá vesturhluta Norður-Ameríku. Blómin mynda hvirfingu sem getur verið í fjölda lita.[1] Lewisia cotyledon verður að 0.5 m að hæð og breidd.[2]
Flestar tegundir ættkvíslarinnar eru lauffellandi, þar á meðal einkennistegundin Lewisia rediviva; Lewisia longipetala er eina hálflauffellandi tegundin. Sumar tegundirnar, svo sem Lewisia cotyledon, eru sígrænar.[3]
Meriwether Lewis er skráður sem fyrsti Evrópumaðurinn eða Ameríkaninn sem fann Lewisia, en þær höfðu lengi verið þekktar af innfæddum sem bitur-rót. Lewis fann eintak 1806 við Lolo Creek, á fjallgarðinum sem síðar var nefndur "Bitterroot Mountains".[4] Plöntunni var síðar gefið fræðiheitið, Lewisia rediviva, af Frederick Traugott Pursh.[5]
Það eru 19 tegundir og allnokkur afbrigði af Lewisia, þar á meðal:[6]
Fjallablöðkur vaxa villtar í vesturhluta Norður-Ameríku. Á vaxtarstöðum sínum á norðurhliðum kletta verða þær fyrir miklum veðuröfgum.[9]
Allar tegundir Lewisia eru ætar. Lewisia rediviva er með stóra rót og hefur þess vegna verið fæða margra ættfokka Indíána á útbreiðslusvæð hennar.[10] Rótin er flysjuð fyrir suðu/gufusuðu; eldun á rótinni dregur úr bitru bragðinu.[11] Reyndar eru áhöld um það hversu bitur hún er og hvort hún þurfi suðu eða að flysja hana.[12]
L. rediviva hefur einnig verið notuð til lækninga; að tyggja rótina hefur verið notað við særindum í hálsi. Hún hefur einnig verið notuð til að auka mjólk í brjóstum.[13]
Í garðyrkju hafa tegundirnar verið settar í steinbeð vegna þess að það líkir eftir náttúrulegum aðstæðum þeirra. Steinhæðir eru líka með gott afrennsli sem tegundirnar þurfa til varnar roti í rótum.[14]