Fjalladepla | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Veronica alpina L. |
Fjalladepla (fræðiheiti: Veronica alpina) er depla af græðisúruætt.
Blóm fjalladeplu eru 3 til 5 mm í þvermál og standa á stuttum leggjum í klasa. Þau eru dökkblá að lit en bikarblöðin eru dökk-blágræn með hvítum randhárum. Í hverju blómi eru tvær fræflar og ein fræva. Aldin fjalladeplu eru 4 til 6 mm að lengd, sýlt í annan endann og hefur stuttan stíl.
Stöngullinn er alsettur oddbaugóttum, sljótenntum blöðum.
Fjalladepla vex, eins og nafnið gefur til kynna, í fjallshlíðum, snjódældum og lækjardrögum til fjalla.