Fjallafræhyrna

Fjallafræhyrna

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Hjartagrasbálkur (Caryophyllales)
Ætt: Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae)
Ættkvísl: Fræhyrnur (Cerastium)
Tegund:
C. arcticum

Tvínefni
Cerastium arcticum
Lge.

Fjallafræhyrna (fræðiheiti: Cerastium arcticum) er fjölær jurt sem vex á norðurslóðum. Hún vex í klösum í möl. Hún blómstrar í júlí-ágúst hvítum blómum sem sitja eitt á hverjum stilk. Blómin eru með fimm hálfklofin krónublöð.

Fjallafræhyrna vex um allt land en er algengari á hálendi ofan við 700 metra.[1]

Á Íslandi er fjallafræhyrna þekktur hýsill fyrir sveppinn fræhyrnublaðmyglu.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Flóra Íslands (án árs). Fjallafræhyrna - Cerastiu nigrescens var. laxum. Sótt þann 12. febrúar 2019.
  2. Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. Geymt 17 október 2020 í Wayback Machine Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.