purple fritillary spotted missionbells | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Fritillaria atropurpurea Nutt. | ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
|
Fritillaria atropurpurea er jurt af liljuætt sem fyrst var lýst af Thomas Nuttall
Fritillaria atropurpurea vex í vestari hluta Bandaríkjanna, þar sem hún finnst oft undir trjám í laufblönduðum moldarjarðvegi á milli 1000-3200 metrum yfir sjávarmáli. Þessi tegund hefur víðasta útbreiðslu vepjulila í Norður Ameríku, frá Kaliforníu, Arizona og Nýju Mexíkó norður til Oregon og Norður Dakota.[1]
Fritillaria atropurpurea verður frá 10 til allt að 60 sm á hæð með mjó, ydd blöð. Lútandi blómin eru með gleiðum krónublöðum, hvert 1-2 sm langt, gulleit með dökk brúnfjólubláum flekkjum..[2][3]
Tegundin líkist Fritillaria pinetorum, en hefur lútandi blóm þar sem hin hefur upprétt.