Skriðu-vepjulilja | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Fritillaria falcata (Jeps.) D.E.Beetle | ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
Fritillaria atropurpurea var. falcata Jeps. |
Fritillaria falcata er tegund vepjulilja af liljuætt, einnig þekkt undir nafninu talus fritillary. Hún er einlend í Kaliforníu, þekkt eingöngu frá 5 sýslum suður og austur af San Francisco flóa (Monterey County, San Benito County, Stanislaus County, Alameda County og Santa Clara County).[1] Hún vex í 300 til 1200 m.y.s., að mestu í skriðum úr Serpentine jarðvegi. Hún er stundum talin undirtegund af Fritillaria atropurpurea.[2][3]
Fritillaria falcata er með 10 - 20 sm háan stöngul með 2-6 flöt, sigðlaga blöðum að 8 sm að lengd. Upprétt stjörnulaga blómið er með sex krónublöð 1-2 sm á lengd, sem eru grænleit að utan og gul með fjólubrúnum dröfnum að innan.[2][3][4]