Fritillaria falcata

Skriðu-vepjulilja

Vísindaleg flokkun
Ríki: Plantae
(óraðað): Angiosperms
Flokkur: Einkímblöðungar
Ættbálkur: Liljubálkur (Liliales)
Ætt: Liljuætt (Liliaceae)
Undirætt: Lilioideae
Ættkvísl: Fritillaria
Tegund:
F. falcata

Tvínefni
Fritillaria falcata
(Jeps.) D.E.Beetle
Samheiti

Fritillaria atropurpurea var. falcata Jeps.

Fritillaria falcata er tegund vepjulilja af liljuætt, einnig þekkt undir nafninu talus fritillary. Hún er einlend í Kaliforníu, þekkt eingöngu frá 5 sýslum suður og austur af San Francisco flóa (Monterey County, San Benito County, Stanislaus County, Alameda County og Santa Clara County).[1] Hún vex í 300 til 1200 m.y.s., að mestu í skriðum úr Serpentine jarðvegi. Hún er stundum talin undirtegund af Fritillaria atropurpurea.[2][3]

Fritillaria falcata er með 10 - 20 sm háan stöngul með 2-6 flöt, sigðlaga blöðum að 8 sm að lengd. Upprétt stjörnulaga blómið er með sex krónublöð 1-2 sm á lengd, sem eru grænleit að utan og gul með fjólubrúnum dröfnum að innan.[2][3][4]

  1. Biota of North America Program
  2. 2,0 2,1 Flora of North America
  3. 3,0 3,1 Jepson, Willis Linn. 1922. Flora of California 1(6): 309, as Fritillaria atropurpurea var. falcata
  4. Beetle, Dorothy Erna. 1944. Madroño 7(5): 148, Fritillaria falcata
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.