G! Festival

Eivør Pálsdóttir á G! Festival 2004.

G! Festival er tónlistarhátíð haldin er á hverju sumri utan við Gøtu í Færeyjum. Fyrsta hátíðin var haldin árið 2002 með aðeins 1.000 áhorfendum. G! Festival og Summarfestivalurin eru stærstu tónlistarhátíðir færeyja.

Hátíðin var stofnuð af Sólarn Solmunde og tónlistarmanninum Jón Tyril. 2005 seldust allir miðar upp á tónlistarhátíðina sem voru 6.000 talsins. Sá fjöldi samsvarar einum áttunda af íbúafjölda færeyja. Hátíðin er í samstarfi við Iceland Airwaves. Á hverju ári skiptast hátíðarnar á einum tónlistarmanni sem leikur á hátíðinni.[1]

Á meðal íslenskra hljómsveita og tónlistamanna sem hafa leikið á hátíðinni eru Hjálmar, Mugison og FM Belfast.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Iceland Review Geymt 4 ágúst 2009 í Wayback Machine, 15 July 2007