Gilleleje er útgerðarbær á nyrsta odda Sjálands með um 6780 íbúa árið 2023. Bærinn er í Gribskov Kommune á Höfuðborgarsvæði Danmerkur. Gilberg-höfði, nyrsti oddi Sjálands, er rétt fyrir utan bæinn. Norðvestan við bæinn, í Kattegat, er grunnt hafsvæði, Gilleleje-flösin. Nafn bæjarins er líklega stytt útgáfa af Gilberg Leje (Gilbergslægi) og vísar þá til skipalægis við klettinn Gilberg.