Gimli (eða Gimlé) er staður sem lýst er í norrænni goðafræði. Þar verður bústaður þeirra sem lifa af ragnarök. Gimlés er getið í Snorra-Eddu og í Völuspá, og er lýst sem fegursta stað alls Ásgarðs.
Orðið gimlé er talið þýða „skjól frá eldi“,[1] en það gæti líka þýtt „gimsteina-þak“.[2]